Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg fékk endurnýjun Fyrirmyndarfélags ÍSÍ
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ föstudaginn 8. desember síðastliðinn á Sigló Hótel á Siglufirði. Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti Jóni Garðari Steingrímssyni formanni félagsins viðurkenninguna að viðstöddum fjölmörgum stjórnarmönnum félagsins. Á myndinni eru frá vinstri Kristján Þór Ingvason, Anna Lind Björnsdóttir, Jón Garðar Steingrímsson, Viðar Sigurjónsson, Sandra Finnsdóttir og Anna María Björnsdóttir.
„Það að vera félag í vexti með tilliti til iðkenda og umfangs, þýðir aukið flækjustig og fjölbreyttari áskoranir. Það að vera Fyrirmyndarfélag með þeim kröfum sem slíkum félögum eru settar hefur það í för með sér að við getum mætt þessum kröfum á kerfisbundinn, faglegan og samræmdan hátt. Þannig jöfnum við rétt og þjónustu við okkar félaga óháð bakgrunni þeirra“, sagði Jón Garðar formaður félagsins af þessu tilefni.
Myndir/Viðar Sigurjónsson